Fáðu nýja nálgun á fjármálin þín
Hvað er fjárhagslegt sjálfstraust?
Á þessu netnámskeiði förum við yfir alla grunnþættina sem við þurfum til þess að skilja samband okkar við peninga, og hvernig við getum byggt upp okkar eigið fjárhagslegt sjálfstraust og farið að kveðja fjárhagskvíðann og óöryggið sem fylgir oft fjármálunum okkar!
Hvað þýðir það að vera tilfinningalega tengd peningunum okkar? Skoðum hvaða áhrif peningarnir okkar hafa á tilfinningar okkar og hvernig það tengist inn í sjálfstraustið okkar, og daglegt líf.
Hvernig getum við minnkað daglegan fjárhagskvíða, tekið öruggar ákvarðnir og áttað okkur á hvernig við erum að halda aftur að okkur í því að njóta þess að eiga og nota peninga?
Hvað þýðir raunverulega góð fjárhagsleg heilsa, hvernig bætum við hana og hvernig getum við farið að nota peningana okkar til þess að styðja við okkur í stað þess að vera stór streituvaldur í lífi okkar?
Þessum spurningum og fleiru munum við svara saman þar sem við opnum augum saman fyrir möguleikunum sem liggja fyrir þér.
Hvernig þú getur haft það gott í lífinu án samviskubits og fjárhagskvíða um að eiga ekki nóg og hvernig við getum byggt upp meira sjálfstraust og heilbrigðari sjálfsmynd um það hvaða tilgangi peningar þjóna okkur í okkar daglega lífi.
Tölum persónulega um peninga!
Þetta er námskeið fyrir alla þá sem vilja vera í betri tengingu við peningana sína, þá sem finna fyrir kvíða yfir því að láta frá sér peninga burtséð frá góðri eða slæmri fjárhagsstöðu, læra meira um það afhverju þú gerir það sem þú gerir og hvernig þú getur aukið daglega meðvitund í tengslum við peninga og breytt skömminni sem hangir yfir þér yfir í sjálfstraust og sjálföryggi í ákvörðunum.
Ég deili einnig alls kyns sögum úr mínu eigin lífi og hvaða skref ég hef tekið sjálf og mæti þér á persónulegum nótum.
Hvað förum við yfir í námskeiðinu?
Vika 1 : Hvað er fjárhagsleg heilsa?
Hvernig getum við mælt fjárhagslega heilsu, og hvað er hún eiginlega? Og hvað þá, hvað er fjárhagslegt sjálfstraust og afhverju vil ég hafa það? Hvernig upplifum við peninga, getum við notið þeirra eða erum við hrædd við þá?
Afhverju erum við hrædd og óörugg í kringum þá?
Enter your bullet points here..
Vika 2 : Hvaðan eru tilfinningar okkar að koma? (31mín)
Skoðum upprunan hjá okkur og reynum að finna út hvaða tilfinningar við erum að upplifa í kringum peninga og afhverju? Æskan okkar hefur mikil mótunaráhrif og getur verið að við höfum fengið einhver viðhorf eða hegðun frá umhverfinu sem henta okkur bara alls ekki í dag? Og hvenær er nóg, nóg?
Hvenær áttu nóg?
Enter your bullet points here..
Vika 3 : Orðin okkar og hugarfarið (26mín)
Áttum okkur á því hvort við séum að láta peninga stjórna okkur, eða erum við að stjórna þeim? Hvaða áhrif hafa orðin sem við notum dagsdagleg um okkur og peninga? Ertu að tala útfrá skort eða pirringi? Hverju trúum við?
Hvernig virkjum við ímyndunaraflið til þess að byggja upp meira fjárhagslegt sjálfstraust?
Enter your bullet points here..
Vika 4 : Hvernig finnum við fyrir fjárhagslegu öryggi? (22mín)
Förum yfir lygarnar sem fylgja oft peningum og fjarlægjum þær. "Money is the root of all evil" á ekki lengur við okkur eftir þennan fyrirlestur. Hvað þýðir fjárhagslegt öryggi fyrir okkur, hvernig eigum við að skilgreina það? og það sem er mikilvægara - hvernig ætlum við að vera þegar við lifum í því?
Enter your bullet points here..
Vika 5 : Hvernig kveikjum við á hvatanum? (15mín)
Hvernig getum við haft áhuga á fjárhagslegu heilsunni okkar? Hvernig peppum við okkur upp í að taka til í peninga-draslskúffunni sem er óreiðan í hausnum á okkur? Við förum yfir nokkur trix til þess að kveikja á innri hvatanum okkar með orðunum okkar og þekkingu sem við höfum núþegar í dag.
Enter your bullet points here..
Vika 6 : Að rækta sambandið áfram (27mín)
Hvernig höldum við áfram að hlúa að okkur og styrkja okkur? Hvernig búum við til langvarandi breytingar, nýja vana og viðhöldum þeim? Fjárhagslegt sjálfstraust er nefnilega ósýnilegt - þangað til þú ferð allt í einu að sjá það í hegðun, líðan, talsmáta og hugsun.
Enter your bullet points here..
Vertu með fyrir 119€
Þeir sem hafa komið í fjárhagsmarkþjálfun til mín á seinustu árum hafa þá sameiginlegu reynslu að hafa áttað sig á því að það er yfirleitt ekki upphæðin sem kemur inná bankareikninginn í hverjum mánuði sem skiptir máli - heldur hvernig okkur líður þegar við fáum peninginn og hvernig okkur líður þegar við notum hann. Og mig langar að deila því áfram til þín.
Skoðaðu hvað fleira er í boði á www.bergcoaching.is
Bónus #1 - Frír markþjálfunartími
Fyrir þá sem ætla all-in!
Heildarvirði: 109 €
Ef þú ætlar all-in þá getur þú skilað inn heimanámi hverrar viku beint til mín í gegnum fræðslusvæðið okkar.
Allir þeir sem skila inn 6 vikum af heimanámi frá frían 60mín fjárhagsmarkþjálfunartíma í lok námskeiðisins að verðmæti 109EUR.
Allt heimanám sem skilað er inn er undir algjörum trúnaði og verður ekki deilt með neinum öðrum en Valdísi nema um sérstakt leyfi sé beðið.
Bónus #2 : Eilífðaraðgangur
Þú missir ekki af neinu nýju
Með skráningu á námskeiðið færð þú eilífðaraðgang að því sem þýðir að ef ég bæti nýju efni inn í námskeiðið í framtíðinni þá færð þú strax aðgang að því!
Bónus #3 - 20% Afsláttur
Lets Talk About Money Baby!
Heildarsparnaður: 132-154€
Þú færð 20% afslátt af Lets Talk About Money Baby* sem er 3ja mánaða fjárhagsþjónusta þar sem ég set upp öll fjármálin fyrir þig í hverjum mánuði og við förum yfir saman OG 60 mín fjárhagsmarkþjálfun í hverjum mánuði svo þú getir átt þitt besta samband við fjármálin þín núna.
*Ef þú klárar að fara í gegnum allt námskeiðið
Einstaklingsþjónusta: 660€ - með 20% afslætti: 528€
Paraþjónusta: 770€ - með 20% afslætti: 616€
Ég vil vera með!
All prices in EUR